Um Keto Þjálfun

Keto þjálfun var stofnað í byrjun desember 2018 af mér Kolbrún Ýr Árnadóttir. Ég hef verið mikil áhugamanneskja um mat og matargerð í mörg ár. Myndi segja að það hafi byrjað þegar ég og fjölskylda mín keyptum veitingastaðinn Thorvaldsen. Þar kviknaði áhuginn á minni eldamennsku. Þar vann ég með ýmsum matreiðslumönnum og kom að hönnun á matseðlunum þar í um 7 ár. Sjálf hef ég í gegnum ævina verið að ströggla með aukakíló og er búin að prufa eflaust flesta kúra og bætiefni sem til eru.Þegar ég fann lágkolvetna og keto matarræðið, fann ég að það hentar mér mjög vel. Eins og svo oft áður þegar fólk er að byrja á nýju matarræði þá vantar fólki hugmyndir þá er google oft vinur þinn, en margir eiga erfiðara með að hafa á erlendu tungumáli. Mér fannst vanta alveg að ég gæti keypt mér matseðil þar sem myndi segja mér hvað ég ætti að borða yfir daginn og uppskriftir. Það er alls engin skylda að fara eftir seðlinum frá A-Ö heldur má líta á hann sem einskonar tillögur að deginum. Með því að fjárfesta í svona tilbúnum matseðli þá lærir þú heilan helling um nýjar samsetningar og einnig hvernig á að setja saman máltíð. 


Keto Þjálfun er rekið af

Ká Heildverslun slf

kt 581119-0970

VSK: 136306

Fannafold 181, 112 Reykjavík
ketothjalfun@gmail.com