Belgísk vaffla með parma og hleyptu eggi
by Kolbrún ÝrBelgísk vaffla með parmaskinku og hleyptu eggi.
Rated 5 stars by 1 users
Category
Servings
1
Prep Time
10 minutes
Cook Time
0 minutes
Belgísk vaffla með parmaskinku og hleyptu eggi

Innihaldsefni
½ Belgísk vaffa (ég nota hér frá Keto kompaníið)
2 hleypt egg
Rjómaostur með karmelliseruðum lauk
Kál að eigin vali
2 sneiðar parmaskinka
Pikklaður rauðlaukur
Ólfíuolía
salt og pipar
Parmasan ostur
Aðferð
Hleypt egg eða poached egg
Setja vatn í pott og láta suðu koma upp, setja skvettu af borðediki útí ( ekki nauðsynlegt)
Setja eggin í skál, sitthvora skálina
Búa til hringrás í pottinum og minnka hitann, ekki láta búbbla lengur.
Hella einu eggi í einu og gera hringrás áfram með skeið/sleif
Láta sjóða í um 3 mín, taka uppúr með skeið með sigti eða álíka til að taka sem minnst vatn með. setja á disk á meðan þú smyrð/græjar vöffluna.
Vafflan sjálf
Hita vöffluna
Smyrja með rjómastinum
Setja kálið á
Rífa parmaskinkuna niður og raða á
Setja hleyptu egiin ofaná
Smá ólífuolía ofaná
Salt og pipar
Rífa niður ferskan parmasan ost
Recipe Note
Hér nota ég 1/2 belgíska vöfflu frá Keto Kompaníið. það er 2 stórar í pakka. Þessi skammtur er flottur fyrir 1 manneskju. Í þetta skipti notaði ég ískál en þú bara notar það kál sem að þér þykir gott.
Pikklaði laukurinn er heimalagaður og það er uppskrif af honum hér á síðunni.