BOLLA BOLLA KETO BOLLA
by Kolbrún ÝrKeto vatnsdeigsbolla
Vatnsdeigs Keto Bolla
Rated 5.0 stars by 1 users
Category
Bakstur
Servings
12
Prep Time
20 minutes
Cook Time
30 minutes
Calories
113
Höfundur
Kolbrún Ýr
Vatnsdeigs Keto Bolla
Þessi er súper einföld og fljótleg.
Innihaldsefni
20 gr Kókoshveiti
40 gr Möndlumjöl
3 Egg
125 gr Smjör
250 ml Vatn
1 msk XthanGum
1 msk Vínsteinslyftiduft / Lyftiduft ( venjulegt inniheldur hveiti)
5 dropar Stevia vanillu dropar
Toffí lakkrís "Glassúr"
1 poki af Toffí Lakkrís kúlur frá lowcarb.is
1 dl Rjómihttps://lowcarb.is/lkl/tweek-sweet-toffee-licorice-65gromm/
Aðferð
Setja í pott vatnið og smjör og bræða saman.
Þegar vatnið og smjör er bráðnað saman slökkva þá undir og setja útí kókoshveitið og möndlumjöl, hræra vel saman. Bæta Xanthan gum saman við.
Leyfa kólna áður en eggin og vínsteinslyftiduft er sett saman við.
Setja 1 egg í einu og hræra vel saman við og enda svo á að blanda vínsteinslyftiduftinu við og steviu dropum.Leyfa blöndunni að standa í ca 5-10 min á meðan ofninn er að hitna. Setja á bökunarpappír á ofnplötu með matskeið. Uppskriftin gefur um ca 12 stk bollur miðað við fulla matskeið.
Baka við 180-190° blástur, fer eftir ofnum i ca 25-30 mínúturTOFFI LAKKRÍS GLASSÚR
1 poki af toffí lakkrís karmellu kúlum frá lowcarb.is1 dl Rjómi
hita saman við vægan hita, leyfa kólna aðeins áður en sett er á bollurnar, því að blandan þykknar aðeins við að kólna
https://lowcarb.is/lkl/tweek-sweet-toffee-licorice-65gromm/
Recipe Note
Athugið að eldunartími fer eftir ofnum. ég er með nýjan ofn og bakaði við 180° í um 30 mínútur. Slökkti svo á ofninum og leyfði að kólna aðeins inn í ofni áður en ég skar til helminga.
ATH 1 BOLLA INNIHELDUR EINUNGIS 1 GR KOLVETNI
Á meðan bollurnar voru að bakast þá gerði ég "glassúr"
Hefðbundinn keto glassúr
4 msk sukrin melis
1 msk kakó
kaffi og smá vatn fyrir þá sem vilja ekki of mikið kaffibragð.
Fara varlega i vökvann, bara smá í einu
Nutrition
Calories 113, Carbs 1 grams, Fat 11 grams, Protein 2 grams