Fathead keto/lágkolvetna pizzabotn
by Kolbrún Ýr ÁrnadóttirFathead pizzabotn
Rated 5.0 stars by 1 users
Category
Pizza
Ítalskt
Italian
Servings
1
Prep Time
7 minutes
Cook Time
10 minutes
Höfundur
Keto þjálfun
Þessi “fathead” pizzabotn fullkomnar pizzakvöldin. Hvort sem þú ert að fylgja keto/lkl eða ekki,allir elska hann. Þessi uppskrift hentar einnig í margt annað,td skinkuhorn,naan brauð,foccia brauð, um að gera að prufa sig áfram.
Aðferð
Bræða ostana í örbylgjuofni eða á pönnu, non stick. Hræra saman möndlumjöli og eggi með gaffli eða písk. Þegar ostarnir er orðnir bráðnir hella út í blönduna og hræra saman.
Setja á milli 2ja arka af bökunarpappír og fletja út með höndunum eða kökukefli (ég nota hendurnar)
Baka við 200 gráður í ca 6-8 mínútur taka út og setja álegg á og aftur inn í ca 5-8 mín eða þar til orðið fallega gyllt að lit.
ÞESSI pizza
Fletja út botn, smyrja með karmeleseruðum rjómaosti. Inn í ofn í ca 8 mínútur, taka út leyfa aðeins að kólna. Grænt pestó, klettasalat,smá sjávarsalt,parmaskinka og ferskur rifinn parmasan ostur.
Recipe Note
Þessi uppskrift er fyrir 1 persónu, ef fyrir fleiri þá stækka uppskrift. Þegar ég geri fyrir 1 persónu nota ég 1 örk af bökunarpappír og sker í tvennt og flet út á milli.
Mér finnst gott að fara í plasthanska og blanda öllu saman með höndunum.
Svo má setja hvaða álegg sem er á pizzuna, um að gera að leyfa imyndunaraflinu fara á flug.
Einnig er hægt að nota þennan pizzabotn sem Pizzu, naan brauð, skinkuhorn, brauðstangir, ýmislegt :)