Keto krydd brauðstangir með osti
by Kolbrún ÝrKeto krydd brauðstangir með osti.
Keto krydd brauðstangir með osti
Rated 5 stars by 1 users
Servings
4
Prep Time
5 minutes
Cook Time
10 minutes
Höfundur
Kolbrún Ýr
Allra bestu keto / lágkolvetna brauðstangirnar
Innihaldsefni
80 gr rifinn ostur
50 gr möndlumjöl
1 msk rjómaostur
1 egg
Brauðstanga olía frá IKEA
Aðferð
Hræra möndlumjöli og eggi saman. Bræða ostana saman við vægan hita á non stick pönnu eða örbylgjuofni. Blanda svo ostablöndunni saman við möndlumjölið og hræra/blanda vel saman.
Ég fer í einnota plasthanska og blanda saman með höndunum, tekur enga stund.
Setja deig kúluna á milli 2ja arka af bökunarpappír og fletja út með höndunum eða kökukefli. Mér finnst auðveldara að nota hendurnar.
Baka við 180-200° í ca 8 mínútur, gott að gata deigið með gaffli annars geta myndast stórar loftbólur í deigið.
Taka út og smyrja með brauðstangaolíu frá IKEA, og skera í stangir / strimla /lengjur