Keto Söru kaka
by Keto þjálfunAf hverju að baka margar litlar Sörur þegar þú getur gert eina stóra Söru köku.
Reyndar er þetta ekki alveg ekta Sara því að botninn er ekki sá sami. Þetta er þessi klassíski botn sem ég geri svo oft og heitir Keto Kanil Kaka og svo breyti ég oft um krem, en botninn ávallt sá sami.
Keto Söru Kaka
Rated 4.5 stars by 2 users
Category
Bakstur
Servings
12
Prep Time
120 minutes
Cook Time
40 minutes
Höfundur
Keto Þjálfun
Innihaldsefni
3 Egg
140 gr Möndlumjöl
90 gr Sykurlaus sykur
1 tsk Kakó
1 tsk Kanill
½ tsk Lyftiduft
½ tsk Matarsódi
2 Klípur Maldon salt
50 gr Smjör
50 gr Rjómi
2 tsk Vanilludropar
150 gr smjör við stofuhita
75 gr sykurlaus flórsykur
3 eggjarauður
2-3 tsk kakó
2-3 msk sterkt kaffi
2 tsk af Keto kaffi frá Rapid Fire með caramel bragði (valfrjálst)
200 gr dökkt súkkulaði, velja það sykurminnsta
Söru Krem
Súkkulaði hjúpur
Aðferð
Þurrefnum blandað saman í skál.
Bræða smjörið og blanda saman við þurrefnin.
Hræra saman í annarri skál, egg, rjómi og vanilludropar. Bæta því svo við blönduna. Hræra í ca 3 mín, því lengur sem hrært saman því léttari verður blandan.
Setja í hringlaga form og baka við 180 gráður í 30-40°, fer eftir ofnum.
Leyfa að kólna og á meðan undirbúa Sörukremið
Setja Sörukremið á og kæla, á meðan kakan er í kæli þá undirbúa súkkulaðihjúpinn.
Hjúpa kökuna og kæla aftur þar til súkkulaði hjúpurinn er orðinn kaldur.
Taka kökuna út ca 1 klst áður en borin er fram, má líka taka hana út fyrr og leyfa henni standa á borðinu.