Sósur
by Kolbrún Ýr ÁrnadóttirSvart-hvítlauks mæjónessósa - Köld sósa
Rated 5 stars by 1 users
Category
Meðlæti
Servings
4
Prep Time
5 minutes
Cook Time
0 minutes
Höfundur
Tekin af internetinu
Þessi kalda mæjónessósa passar einfaldlega með öllu.
Nautakjöt, geggjað
andakjöt, geggjað
fiskur, geggjað
grænmetisrétturinn, geggjað
semsagt smellpassar með flestu ef ekki öllu.
Innihaldsefni
4 geirar Svartur hvítlaukur, ég keypti hann í Vegan búðin
6 msk mæjónes
2 tsk Dijon sinnep
góð sketta af sítrónusafa, smakka til
Gróft sjávarsalt og pipar, smakka til
Aðferð
Kremja/mauka svarta hvítlaukinn með rifjárni og öllu blandað í skál saman og hræra. Sósan er góð strax, en betri ef hún fær að standa í um 30-60 mínútur, en það er alveg smekksatriði.
Recipe Note
Þessi uppsrift er miðað við ca 4 manns, svo er bara að minnka uppskriftina eða stækka eftir hvað hentar.
Hún geymist vel ínni í ísskáp í allt að viku.
Ég fékk svarta hvítlaukinn í Vegan búðin í skeifunni.