Steikarsalat - Strawberry beef
by Kolbrún Ýr ÁrnadóttirSteikarsalat-Strawberry Beef
Rated 4.0 stars by 2 users
Category
Kvöldverður
Servings
1
Prep Time
15 minutes
Cook Time
15 minutes
Calories
542
Höfundur
Kolbrún Ýr Árnadóttir
Mitt allra uppáhalds nautakjötssalat. Gerir svo mikið að fá fersk jarðaber í bland við nautakjötið og svo cheddar Lava ostinn.
Njótið :)
Innihaldsefni
Mínútu nautasteik frá Kjarnafæði
Klettakál ( Ruccola)
Rauðlaukur
Jarðaber
Lava Cheese, cheddar
Ferskur parmesan ostur
Aðferð
Steikja nautasteikina uppúr smjöri í 2 mínútur á hvorri hlið. Ausa smjöri yfir steikina á meðan. Taka svo af, leyfa að hvíla í nokkrar mínútur, krydda með salt og pipar á meðan er að hvíla. Skera svo í strimla.
Steikja smá rauðlauk (skera smátt ) uppúr sama smjöri og nautakjötið var í.
Setja klettasalat í skál og skvettu af góðri ólífu olíu og klípa af grófu sjávarsalti og hræra.
Skera papriku í smá bita. Skera niður jarðaber. Setja klettasalatið á fallegan disk, setja papriku og rauðlauk yfir.
Raða nautastrimlunum fallega á diskinn, setja jarðaber yfir og brytja svo niður Lava Cheese yfir.
Rífa svo ferskan parmesan ost yfir allt.
Recipe Note
Athugið, ég segi 2 mín á hvorri hlið og svo hvíla. Ef að þú vilt nautakjötið meira eða minna steikt þá þarf að aðlaga eldunartíma.
Nutrition
Calories 542, Carbs 5 grams, Fiber 1 grams, Fat 44 grams, Protein 29 grams